Twitter-notandinn Örn Guðjónsson væri til í að sjá íslenska áhrifavalda nota málshætti við myndirnar sína í staðin fyrir enskar tilvitnanir.
Örn gerði sér lítið fyrir og breytti myndatextum við myndir Birgittu Lífar, Manuelu Óskar, Hildar Maríu og Tönju Ýrar til að sýna í verki hvað hann á við, og birti á Twitter.
„“Áhrifavaldar“ elska að setja léttklæddar myndir af sér á Instagram með asnalegum tilvitnunum á ensku en ættu frekar að nota íslenska málsætti, sérstaklega um páskana,“ skrifar Örn á Twitter.
Örn úthlutaði þá Tönju Ýr málsháttinn „barnið vex en brókin ekki“ en upprunalegur myndatexti er „tropical state of mind“.
Myndatextanum við mynd Manuelu breytti Örn úr „If someone makes u happy – make them happier,“ yfir í „enginn verður óbarinn biskup“.
Twitter-færsla Arnar hefur vakið mikla athygli. Hana má sjá hér fyrir neðan.
"Áhrifavaldar" elska að setja léttklæddar myndir af sér á Instagram með asnalegum tilvitnunum á ensku en ættu frekar að nota íslenska málsætti, sérstaklega um páskana. pic.twitter.com/vfFCO0Tl0J
— Örn Guðjónsson (@__gorn) April 23, 2019