Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Vill styrk frá borginni vegna kostnaðar upp á 70 milljónir – Hefur ekki fengið svar frá borgarstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem verður í sumar. Leikurinn verður þann 26. mars á Laugardalsvelli.

Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, hefur áhyggjur af ástandi vallarins. Hann segir völlinn ekki vera gerður þannig að hægt sé að spila leiki á honum í mars. Hann segir að kostnaður vegna vinnu og framkvæmda muni hlaupa á 70 milljónum króna ef það á að koma vellinum í gott ástand fyrir leikinn í mars.

KSÍ fer fram á að Reykjavíkurborg og ríkið komi til móts við sambandið með fjárframlagi vegna mikils kostnaðar.

Sendi Degi bréf

Reykjavíkurborg er aðaleigandi Laugardalsvallar. Guðni sendi Degi B. Eggertssyni borgarstjóra bréf í síðustu viku þar sem hann hvatti borgina til að styrkja sambandið fyrir leikinn.

Guðna hefur ekki enn borist svar. Hann greindi frá þessu í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Hann segir KSÍ þurfa á því að halda að fá styrk frá borginni og ríkinu.

- Auglýsing -

„Það er mikil byrði á okkur,“ sagði Guðni. Aðspurður hvort að KSÍ skapi ekki tekjur af stórum leikjum líkt og þeim sem er fram undan segir Guðni: „Nei, því miður, við náum því ekki. Kostnaður við að halda svona leik er mjög mikill.“

Guðni segir lógískara fyrir borgina að styrka KSÍ núna vegna viðgerða á vellinum í stað þess að ráðast í stærri og meiri viðgerðir í framtíðinni.

Þrátt fyrir ástand vallarins segist Guðni vera bjartsýnn. „Það má ekki gleyma gleðinni,“ segir Guðni sem hefur mikla trú á landsliðinu og þjálfarateyminu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -