Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Villi Neto var eitt sinn svo djúpt sokkinn í símann að hann gekk inn á heimili nágrannans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto, eða Villi Neto, eins og hann er yfirleitt kallaður, var undir Stækkunargleri Mannlífs í vikunni.
Villi sló í gegn fyrir nokkrum árum á samfélagsmiðlum með stórkostlega skemmtilegum og fyndnum sketsum. Villi er enn að og óhætt að segja að það bæti líf manns og kæti að fylgja honum á Instagram.
Í ár kom út þáttaröðin „Hver drap Friðrik Dór?“ Þar sem Villi fer með aðalhlutverk. En í þáttunum leikur hann sjálfan sig, þar sem hann rannsakar meint andlát söngvarans Friðriks Dórs.
Villi fór líka á kostum í Skaupinu í fyrra, en hann hefur einnig gert það gott í auglýsingum og leikið í fjölda leikrita.
Mannlíf komst að því að draumur Villa er að fá að leika í norrænu efni, hann elskar Bacalhau á Brás og Pepsi Twist og einn af hans helstu kostum er stundvísi.

Fjölskylduhagir? Í fjarsambandi með kærustunni minni sem er í námi í Kaupmannahöfn.

Menntun/atvinna? Lærði í CISPA í Kaupmannahöfn sem er method acting leiklistarskóli. Starfa sem grínisti og leikari.

Uppáhalds Sjónvarpsefni? Er mikið fyrir grínefni upp á síðkastið, er einmitt að horfa aftur á Nathan For You. Annars er ég mikið fyrir norrænar seríur, sérstaklega frá Danmörku.

Leikari? Philip Seymour Hoffman.

Rithöfundur? Kurt Vonnegut.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bíó (í bili)

Besti matur? Bacalhau á Brás, það er besti rétturinn sem ég fæ.

Kók eða Pepsí? Ég er Pepsi maður, Pepsi Twist ef út í það er farið.

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Nazaré í Portúgal.

Hvað er skemmtilegt? Hafa gaman með vinum.

Hvað er leiðinlegt? Hlusta á röfl.

Hvaða flokkur? Ekki búinn að mynda mér skoðun, en rauður flokkur.

Hvaða skemmtistaður? Faktorý (hvíl í friði) en lifandi, þá er það Prikið.

Kostir? Mæti mjög tímanlega, kann líka að búa til mjög góðan djúpsteiktan kjúkling, en þá þarf Atli Sig vinur minn kannski að vera með, svona til stuðnings.

Lestir? Getur verið erfitt að koma mér úr sófanum ef ég er búinn að ákveða að vera þar.

Hver er fyndinn? Stefán Ingvar, vinur minn.

Hver er leiðinlegur? Nenni ekki að segja því ég nenni ekki að hlusta á hann röfla.

Trúir þú á drauga? Kannski að einhverju leyti, annars yfirleitt ekki.

Stærsta augnablikið? Ætli það hafi ekki verið tökurnar í Færeyjum fyrir „Hver Drap Friðrik Dór?“ Það er allavega á sama stað og tökurnar fyrir Skaupið 2020.

Mestu vonbrigðin? Hvert skipti sem verkefni sem ég er að skipuleggja kemst ekki áfram.

Hver er draumurinn? Að fá að leika í norrænu efni, ná að verða evrópskur leikari.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Frumsýningin á „Hver Drap Friðrik Dór?“

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Ég er allavega búinn að ná ansi mörgum, og alltaf mjög þakklátur fyrir það.

Manstu eftir einhverjum brandara? Já! Það var manneskja um daginn að veifa mér hinum megin við götuna, hún hleypur síðan af mér, stoppar skyndilega og segir „ó, fyrirgefðu, ég hélt þú værir önnur manneskja“ og við því svara ég „en ég er það.“

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég var svo límdur við símann að ég labbaði inn á heimili nágrannans í stað þess að labba inn á heimilið mitt.

Sorglegasta stundin? Þegar alheimurinn hefur tekið fallegt fólk frá mér. Eins og það gerði með elsku Lenu, vinkonu okkar í fjölskyldunni.

Mesta gleðin? Að sjá mömmu, pabba og systur mína hlæja.

Mikilvægast í lífinu? Fara vel með alla í kringum sig. Sýna kærleik, umhyggju og þolinmæði.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -