Það verður nokkur vindur víða á landinu okkar fagra í dag – 18 til 18 metrar á sekúndu úr suðvestri.
Skýrist málið af vaxandi lægð á Grænlandssundi er þokast til norðausturs; þessu fylgja skúrir og/eða slydduél – úrkomulítið verður þó á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi.
Það fer að kólna nokkuð á vesturhelmingi landsins í kvöld; úrkoman verður éljakennd.
Á morgun er spáð vestan og suðvestan kalda eða strekkingi og éljum; þurrt að kalla austan til.
Vind lægir eftir hádegi á morgun og frost verður á bilinu 0 til 5 stig.