Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hinsta kveðja til Haralds Diego: „Það var nefnilega alltaf gaman þar sem Haddi var.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Haraldur Diego lét lífið í flugslysi í síðustu viku. Hann var tæplega fimmtugur, reynslumikill flugmaður og hafði starfað sem slíkur um árabil. Haraldur var vinsæll á meðal ferðamanna en hann rak fyrirtækið Volcano Air Iceland. Ásamt því sinnti hann formennsku AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstýrði Fluginu, tímariti um flugmál. Hann er sagður hafa verið frábær faðir og mikill fjölskyldumaður. Vinir og ættingjar minnast nú Haralds og er þeirra á meðal Malín Brand, ljósmyndari og bílablaðamaður sem gaf Mannlífi leyfi til að deila hennar hinstu kveðju til vinar síns:

„Ótrúlega alvarleg mynd af okkur Hadda, enda vorum við að springa úr hlátri meðan myndin var tekin!

Það var nefnilega alltaf gaman þar sem Haddi var. Hann var bara þannig; með eindæmum skemmtilegur, jákvæður, vel innréttaður og bjó yfir mannskilningi og hugsanadýpt öldungs á sama tíma og af honum geislaði lífsorka, glettni og gleði æskunnar.

Strákslegt bros og prakkaralegt blik í augum – já, nákvæmlega þannig ætla ég að muna eftir Hadda.

Haraldur Diego sá skemmtilegu, góðu og spaugilegu hliðarnar á tilverunni – enda gerði hann heiminn að betri stað.

Hans verður sárt saknað og sendi ég fjölskyldu og vinum hans  mína dýpstu samúð og innilegasta kærleika.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -