Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Vinkona Tönju stóð með gerandanum og henti henni út af Facebook: „Nú sit ég titrandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég bað vinkonu mína til margra ára að deleta geranda mínum af Facebook. Hún gerði það ekki. Hún deletaði mér í kjölfarið af Facebook og hætti að followa mig á instagram. Henti þessu síðan í story.

Get. Ekki. Meir.

Nú sit ég titrandi í enn einu helvítis ptsd kastinu og einni vinkonu fátækari á meðan brot geranda míns hefur ennþá ekki haft áhrif á hann í lífi og starfi.“

Svo segir Tanja nokkur í Twitter færslu sem hefur hreyft við fjölmörgum sem sýna Tönju stuðning og lýsa yfir að þau trúi henni og gefa lítið fyrir slíka vini.

Fjöldi kvenna hefur stigið fram á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #metoo, #gerendameðvirkni og #góðustrákarnir. Frásagnir þeirra eru sláandi. Það sem einkennir flestar sögurnar er gerendameðvirkni á borð við þá sem Tanja lýsir í færslu sinni og er fóllki misboðið.

Hildur Lillendahl kallar Tönju ofurhetju. „Elsku elsku elsku. Þú ert svo miklu stærri og merkilegri en fólk sem kýs kvalara þinn fram yfir þig. Þú hefur raunverulega bætt líf fjölda kvenna með þinni baráttu. Þú ert ofurhetja og fólk sem fattar það ekki má bara fokka sér.“

Michael segir þetta glatað. „Þetta er rosalega barnalegt af henni og þú ert ekki in the wrong hérna”  og Kristín kallar þetta einfaldlega ömurlegt. „Það versta er þegar fólk veit af ofbeldinu en gerir ekkert, finnst það bara greinilega ekkert alvarlegt. Normalísering á kynferðisofbeldi í sinni sterkustu mynd. Ég stend með þér.”

- Auglýsing -

Sigrún segir árafjölda ekki skilgreina vináttu eins og sýni sig þarna. „Reyndu að einblína á þá sem standa með þér en ekki á móti. Ég veit að það er erfitt en reyndu og mundu að við hin sem þú þekkir jafnvel ekki erum hér og deletum þér ekki.“

Hafdís segir hina standa með og trúa Tönju: „Ömurlegt elsku Tanja. Þú ert svo mögnuð. Ef fólk er ekki til í að standa með þér í þessu ömurlega máli þá er kannski bara eins gott að það láti sig hverfa.“ Þórunn býður sig fram sem vinkonu í stað þeirrar sem reyndist henni ömurleg sem smá skaðabætur.

Svala segir fátt sorglegra en þegar vinir standi ekki með manni. „Vinkona sem hegðar sér svona er ekki raunveruleg vinkona. Þú átt betra skilið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -