Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Vinna með bönkum í 23 löndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur náð fótfestu meðal stærstu fyrirtækja Evrópu í fjártækni og meðal stærstu banka heims fjárfesta nú í fyrirtækinu.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga vinnur nú með 40 bönkum í 23 löndum víðs vegar um heiminn, til dæmis í Kanada, Suður-Afríku og Singapúr, svo dæmi séu tekin. Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga og framkvæmdastjóri, segir hefðbundna bankastarfsemi breytast hratt.

Stærsti banki heims fjárfesti í Meniga
Í sumar fjárfesti Unicredit, einn stærsti banki heims, í íslenska fyrirtækinu fyrir rúmlega þrjár milljónir evra, eða um 382 milljónir íslenskra króna. Bankinn hefur hafið innleiðingu á snjallsíma- og netbankalausnum Meniga. Samstarfið var tilkynnt á Money 20/20, stærstu fjártækniráðstefnu Evrópu í sumar og er samningurinn sá stærsti sinnar tegundar sem gerður hefur verið í Evrópu, segja forsvarsmenn Meniga. Þá fjárfesti Íslands¬banki nýlega fyr¬ir 3 millj¬ón¬ir evra eða um 410 millj¬ón¬ir króna í fyrirtækinu.

Rafrænn ráðgjafi í fjármálum
„Netbankar þurfa að vera staðir þar sem hægt er að stunda meira en bara bankaviðskipti og verða meira eins og rafrænn ráðgjafi í fjármálum,“ sagði Georg í samtali við Jón G. Hauksson á Hringbraut. Meniga hefur undanfarið þróast í að vera hjálp fyrir stóra banka í að búa til næstu kynslóð sinna netbanka.
Núna séu bankar að átta sig á því að þeir þurfa ekki að eiga allar vörur á sínum efnahagsreikningi og geta farið í samstarf við fjártæknifyrirtæki og boðið upp á ákveðnar vörur og afslætti.
„Línurnar eru að verða óskýrari á milli hvað er banki og hvað er ekki banki,“ sagði Georg.

Mynd: Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga og framkvæmdastjóri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -