Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vinnuhópur kortleggur upplýsingaóreiðu vegna COVID-19

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjóðaröryggisráð hefur sett á fót vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins.

Íslensk stjórnvöld eru nú í samstarfi við önnur EES-ríki um að sporna gegn upplýsingaóreiðu og rangfærslum í tengslum við COVID-19, en sjaldan hefur verið mikilvægara að almenningur hafi aðgang að réttum upplýsingum.

Vinnuhópinn skipa: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, Kjartan Hreinn Njálsson frá Landlæknisembættinu, Jón Gunnar Ólafsson, doktor í fjölmiðlafræði, Anna Lísa Björnsdóttir, samskiptamiðlafræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður, María Mjöll Jónsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Sigurður Emil Pálsson frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Þórunn J . Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs, sem leiðir starf hópsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -