„Nei, miðað við þær rannsóknir sem við höfum verið að lesa þá kemur þetta mér ekki á óvart,” segir Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri forvarnarsviðs VIRK í samtali við RÚV.
„Oftar eru karlar gerendur og konur þolendur. Og þá er þetta sett fram í einhverju djóki á milli félaganna í vinnunni og það kemur út sem svo að sá sem verður fyrir þessu, eða sú, að hún er þessi fúla manneskja sem getur ekki tekið djókinu. Og þetta er kannski svolítið lúmskt í vinnustaðamenningunni,” segir hún. VIRK á þó ekki tölur yfir fjölda fólks sem leitað hefur þangað eftir áreitni eða ofbeldi í starfi.
Breyta þarf vinnustaðamenningu hér á landi og senda skýr skilaboð til fyrirtækja og starfsfólks um að einelti, áreitni og ofbeldi verði ekki liðið, segir forstjóri Vinnueftirlitsins. Dæmi eru um að fólk hrökklist úr starfi eftir áreitni á vinnustað.