ORÐRÓMUR Slagur innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar á næsta ári gæti orðið skrautlegur.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sinn pólitíska feril undnir því að halda fyrsta sætinu þegar þar að kemur.
Vandi hans er hins vegar sá að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra nýtur vaxandi vinsælda og þykir hafa staðið sig vel í embætti.
Áslaug hefur mikinn metnað og víst er talið að hún muni með velþóknun Bjarna Benediktssonar formanns stefna að 1. sæti í Reykjavík sem myndi gulltryggja henni áhrif en jafnframt ýta Guðlaugi út í kuldann …
[email protected]