Oddvitar Vinstri-grænna í Reykjavíkurkjördæmunum eru á öndverðum meiði um aðildina að Atlantashafsbandalaginu. Svandís Svavarsdóttir formaður vill fara úr bandalaginu en Finnur Ricart Andrason vill vera áfram í hernaðarbandalaginu. Forystumennirnir ná ekki að finna taktinn.
Morgunblaðið upplýsir þetta í dag. „Afstaða mín til aðildar Íslands að Norður-Atlantshafsbandalaginu er sú að þar séu bæði kostir og gallar. Kostirnir eru þeir að við njótum ákveðinnar verndar gagnvart ytri ógn ef hún steðjar að og það er gott að eiga bandamenn ef slíkt kemur upp,“ segir Finnur við Morgunblaðið.
Hann vill ekki að Íslendingar segi sig úr NATO. Í því efni vísar hann til þess að staðan í heiminum sé þannig að slíkt sé óráðlegt.
Svandís er á öndverðum meiði og segir við samam miðil að Ísland eigi að yfirgefa NATO skapa sér rödd friðar utan hernaðarbandalaga.
Vinstri-grænir hfa aum árabil glímt við innri ágreining. Flokkurinn var í sjö ár í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum án þess að beitra sér fyrir útgöngu úr NATO. Flokkurinn mælist með fylgi sem er langt frá því að duga til að fá þingsæti.