Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vinstri-grænir eiga erfitt með að finna taktinn – Finnur og Svandís eru ósammála um aðild að NATO

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Oddvitar Vinstri-grænna í Reykjavíkurkjördæmunum eru á öndverðum meiði um aðildina að Atlantashafsbandalaginu. Svandís Svavarsdóttir formaður vill fara úr bandalaginu en Finnur Ricart Andrason vill vera áfram í hernaðarbandalaginu. Forystumennirnir ná ekki að finna taktinn.

Morgunblaðið upplýsir þetta í dag. „Afstaða mín til aðild­ar Íslands að Norður-Atlants­hafs­banda­lag­inu er sú að þar séu bæði kost­ir og gall­ar. Kost­irn­ir eru þeir að við njót­um ákveðinn­ar vernd­ar gagn­vart ytri ógn ef hún steðjar að og það er gott að eiga banda­menn ef slíkt kem­ur upp,“ seg­ir Finn­ur við Morg­un­blaðið.

Finnur Ricart Andrason..

Hann vill ekki að Íslendingar segi sig úr NATO. Í því efni vísar hann til þess að staðan í heiminum sé þannig að slíkt sé óráðlegt.

Svandís er á öndverðum meiði og segir við samam miðil að Ísland eigi að yfirgefa NATO skapa sér rödd friðar utan hernaðarbandalaga.

Vinstri-grænir hfa aum árabil glímt við innri ágreining. Flokkurinn var í sjö ár í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum án þess að beitra sér fyrir útgöngu úr NATO. Flokkurinn mælist með fylgi sem er langt frá því að duga til að fá þingsæti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -