Stéttarfélagið Efling varar starfsfólk í veitingageiranum við „gervistéttarfélaginu“ Virðingu og hefur lagt upp í vegferð til að kveða félagið niður. Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að „Virðing“ sé ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.
„Efling hefur staðfesta vitneskju um tilvik þar sem starfsfólki hefur verið sagt af atvinnurekanda að það eigi að starfa undir kjarasamningi Virðingar við atvinnurekendafélagið SVEIT. Tilgangur þess er að fá starfsfólk til að samþykkja lægri laun og verri kjör,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Skorað er á allt starfsfólk í veitingageiranum sem hefur fengið boð frá atvinnurekanda um að „taka þátt í þessum svikum“ að hafa samband við félagið án tafar.
Eflingarfólk segir atvinnurekendur hafi þóst vera verkafólk þegar þeir fengu ekki kröfum sínum framgengt við Eflingu
Fullyrt er að í stjórn Virðingar sitji þrír einstaklingar sem komi beint að rekstri veitingastaðasem eigendur eða stjórnarmenn. Þeir veitingastaðir séu á félagaskrá SVEIT.
Sólveig Anna Jónssdóttir er formaður Eflingar og leiðir félagið í átökunum við gervistéttarfélagið meinta.