Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Virðist einungis tímaspursmál hvenær gos hefst á Reykjanesskaga: Grindvíkingar vilja gos sem fyrst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Klukkan tíu í morgun mældist óróapúls við Fagradalsfjall; fylgdi púlsinn með í kjölfarið á skjálfta upp á 4,2, sem mælst hafði fyrr um morguninn.

Óróapúlsinn er talinn til marks um áhlaup kviku undir yfirborðinu, sem þó ekki hafi náð alla leið upp þangað.

Eins og landsmenn allir og eflaust hundruð milljóna manna víðs vegar um heim hófst gos í Geldingadölum í mars á þessu ári; þá mældist einnig óróapúls á svæðinu og tveimur vikum síðar hófst gosið í Geldingadölum.

Sérfræðingar á náttúruvársviði Veðurstofu Íslands hafa látið eftir sér hafa að jarðskjálftavirknin og óróapúlsinn núna séu keimlík í hegðun og staðsetningu, og var áður en byrjaði að gjósa í mars síðastliðnum.

Á svæðinu hefur jarðskjálftavirknin verið mjög þétt frá því á miðvikudaginn, en klukkan hálf átta í morgun, reið svo yfir hressilegur skjálfti upp á 4,2 við Fagradalsfjall og um nokkrum mínútum síðar kom annar skjálfti, upp á 3,3, sem mældist austan við Kleifarvatn; sem er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar; er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt dýpsta vatn landsins, 97 metrar.

Mat Veðurstofunnar á þessari miklu jarðskjálftahrinu sem er enn í fullum gangi, er að síðari skjálftinn hafi verið gikkskjálfti í kjölfarið á breyttu spennuástandi á Reykjanesskaga; sem afleiðing af fyrri skjálfta.

- Auglýsing -

En hins vegar eftir skjálftana tvo í morgun var rólegt fram til klukkan tíu, en þá lét óróapúlsinn á sér kræla, en það er til marks um áhlaup kviku undir yfirborðið.

Hefði kvikan komist upp á yfirborðið væri byrjað að gjósa, en það gerðist ekki nú, en virðist einungis vera tímaspursmál hvenær kvikan nær upp á yfirborðið, og að gos hefjist á nýjan leik á svæðinu heita.

Áður en það gerist, eða ef það gerist, þurfa til dæmis íbúar Grindavíkur sérstaklega, að búa sig undir að skjálftarnir haldi áfram í einhvern tíma, en nær allir Grindvíkingar sem blaðamaður Mannlífs hefur hitt á förnum vegi undanfarna daga, vilja að gos hefjist sem fyrst svo jarðskjálftarnir hætti, enda trufla þeir nánast allt líf fólks í bænum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -