Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Virðum einkalíf þingmanna en almannahagsmunir vega þyngra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er ekkert ósvipað og með Panamaskjölin,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV, um birtingu samtala þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins.

„Þetta er ekkert ósvipað og með Panamaskjölin. Þau voru fengin eftir krókaleiðum en innihaldið skipti almenning máli. Fjölmiðlar fá gögn á hverjum einasta degi og oft enda þau í ruslafötunni en það er okkar að leggja mat á þessi gögn og hvort þau eigi erindi við almenning. Við gætum okkur hins vegar á að virða einkalíf þingmanna en þarna vega almannahagsmunir þyngra en auðvitað birtir DV ekki allt sem þarna kemur fram,“ segir Kristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri DV, um birtingu samtala þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins.

Fjölmiðlar fá gögn á hverjum einasta degi og oft enda þau í ruslafötunni.

Kristjón segist aldrei hafa haft efasemdir um birtingu samtalanna enda eigi innihald þeirra klárt erindi við almenning. Upptakan barst DV í gærmorgun og voru fyrstu fréttir upp úr þeim í gærkvödi. „Þetta eru yfir tveir tímar af samtölum þar sem þingmenn tala tæpitungulaust, svo vægt sé til orða tekið, um stjórnmál og aðra þingmenn. Margt sem þar kemur fram á ekkert erindi við almenning en þegar fyrrverandi ráðherra greinir frá baktjaldamakkinu í kringum það að skipa Geir Haarde sem sendiherra á það að sjálfsögðu erindi við almenning. Almenning hefur lengi grunað þetta en í fyrsta sinn fáum við staðfest hvernig að þessu er staðið. Þá spyr maður sig, hversu oft hefur svipuð atburðarás átt sér stað?“

Þegar þetta var skrifað hafði engin tilraun verið gerð til að stöðva birtingu frétta upp úr gögnunum. Segir Kristjón að til þess þurfi að koma til lögbanns sem sé ólíklegt á þessum tímapunkti. „Það er hins vegar gott að sjá einstaka þingmenn úr þessum hópi biðjast afsökunar en hvað gerist svo er erfitt að segja til um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -