Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Virg­inia Giuf­fre óttast um líf sitt: „Margt vont fólk vill þagga niður í mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Virg­inia Giuf­fre, sem áður hét Virg­inia Roberts, kon­an sem seg­ist hafa verið neydd til að stunda kyn­líf með Andrési Bretaprins, segir vont fólk vilja þagga niður í henni. Hún virðist óttast um líf sitt.

Sjá einnig: „Bara annað okkar er að segja satt“

Giuf­fre tjáði sig í færslu á Twitter fyrr í dag. Hún biðlar til fólks að gleyma ekki máli hennar ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir hana.

Hún tekur fram að hún sé ekki í sjálfsvígshugleiðingum og að hún hafi gert bæði heimilislækni og geðlækni ljóst um það. Í færslunni biður hún fólk um að halda máli sínu á lofti, fjölskyldu hennar vegna, ef eitthvað kemur fyrir hana. „Margt vont fólk vill þagga niður í mér,“ skrifar hún einnig.

Samsæriskenningar um dauða Jeffrey Epstein

Giuffre veitti nýlega Panorama viðtal þar sem hún tjáði sig um hvernig Ghislaine Maxwell, náin vinur Jeffrey Epstein, hafi gert henni að stunda kynlíf með Andrew Bretaprins.

- Auglýsing -

Epstein tók eigið líf í fangelsi í Bandaríkjunum í ágúst en síðan þá hafa vaknað upp grunsemdir um hvort að Epstein hafi mögulega verið myrtur. Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar hefur til dæmis sagt að andlát Epstein sé „allt of hentugt“ fyrir þá sem eru flæktir í mál Epstein.

Þá fékk Donald Trumo Bandaríkjaforseti mikla gagnrýni í ágúst fyrir að end­ur­tísta sam­særis­kenn­ingu um að Cl­int­on-hjón­in ættu á einhvern hátt þátt í dauða Ep­stein.

Sjá einnig: Segir Andrew eiga að bera vitni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -