Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Virtur læknir í framlínunni í New York tók eigið líf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Lorna Breen, virtur læknir sem starfaði í framlínunni í New York í baráttunni gegn COVID-19, er látin. Hún framdi sjálfsvíg á sunnudaginn. Hún var 49 ára. BBC fjallar um málið.

Þar segir að Breen hafi starfað á gjörgæsludeild á New YorkPresbyterian Allen-spítalanum á Manhattan.

Faðir hennar, Philip Breen, sagði í samtali við New York Times að starfið hafi orðið henni að bana. Hann sagði dóttur sína ekki hafa glímt við andleg veikindi áður.

Lorna Breen hafði sjálf smitast af veirunni á einhverjum tímapunkti en snúið aftur til vinnu eftir að hún náði sér af veikindunum.

Lýsti ástandinu á spítalanum í síðasta samtalinu

Ástandið í New York hefur verið slæmt en þar hafa rúmlega 17.500 látist vegna COVID-19.

- Auglýsing -
Starfsmenn flytja lík af spítala í Brooklyn, New York, 20. apríl.  Mynd / EPA

Faðir Lornu Breen segir hana hafa verið ólíka sjálfri sér þegar hann ræddi við hana í síðasta sinn. Hún mun hafa lýst ástandinu á spítalanum og sagt sjúklinga deyja í sjúkrabílnum vegna veirunnar áður en þeir komast inn á spítalann.

New YorkPresbyterian Allen-spítalinn sendi út yfirlýsingu vegna andlátsins þar sem Lorna Breen er sögð hetja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -