Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Vissar um að þættirnir eigi eftir að slá í gegn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þættirnir ÁST verða frumsýndir á fimmtudaginn. Í þeim er fjallað um rómantík, sambönd, skilnað og allt þar á milli. Umsjónarmenn þáttanna eru þær Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel Steindórsdóttir.

 

Kristborg segir þær stöllur bíða spenntar eftir að sjá viðbrögð fólks við þáttunum.

„Það er algerlega mögnuð tilfinning að horfa á verkefnið okkar, sem var bara hugmynd fyrir einu og hálfu ári síðan, lifna við. Fiðrildunum í maganum fer fjölgandi eftir því sem nær útgáfudeginum líður, en miðað við viðbrögðin við litlu stiklunum sem við höfum verið að setja í loftið síðustu daga þá eiga þættirnir eftir að slá í gegn,” segir Kristborg.

Aðspurð hvort þær séu sáttar við útkomuna, nú þegar þættirnir eru tilbúnir segir Kristborg: „Við öll sem að þáttunum stöndum erum himinlifandi með útkomuna. Að vinna með öllu þessu frábæra fólki hjá Saga Film og Símanum var ómetanlegt og hvað þá að fá að ræða við okkar mögnuðu viðmælendur um ástina og lífið, það eru þeir sem gerðu þættina að veruleika. Þakklæti, kærleikur og stolt eru þau þrjú orð sem lýsa minni líðan þessa dagana.”

Þess má geta að þáttaröðin kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn, 19. september. Sagafilm framleiðir þættina.

Sjá einnig: „Skilnaður skorar mjög ofarlega á streituskalanum“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -