Hinn bandaríski Kenneth Felts í Colorado vissi að hann væri samkynhneigður ungur að aldri; tólf ára gamall; kom hins vegar ekki út úr skápnum fyrr en nú, en hann er níutíu og eins árs Kennneth fékk strangt uppeldi; alinn upp í íhaldssömu og strangkristilegu umhverfi og fór í kirkju tvisvar í viku. Kornungur að árum giftist hann konu og gekk í sjóherinn. Allt til að fela það að hann væri samkynhneigður.
Hann segir að „ég gekk í hjónaband á sjöunda áratugnum og eignaðist barn á þeim áttunda en hjónaband mitt var laust við gleði og hamingju.
Kenneth „gerði mitt besta til að vera eins gagnkynhneigður og ég gat; var varkár og klæddi mig á íhaldssaman hátt; vildi ekki að neinum grunaði að ég væri samkynhneigður. Hefði ég komið út á þessum tíma hefði ég misst forræði yfir dóttur minni.“
Í dag er hinn níræði Kenneth ástfanginn upp fyrir haus og er í sambandi með karlmanni sem hann elskar útaf lífnu; er stoltur lífi sínu sem samkynhneigður. Eins og gefur að skilja upplifði Kenneth gífurlegan létti þegar hann opnaði skáp sinn og hann ráðleggur öllum sem þora ekki að viðurkenna samkynhneigð sína, eins og hann gerði áratugum saman. Saga Kenneth sýnir svart á hvítu að það er alddrei of seint fyrir ást, samkynhneigður eða ekki.