Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Vissi ekkert út í hvað hann var að fara

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar KALEO, hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin ár á milli þess sem hljómsveitin þeytist um allan heim á tónleikaferðalögum. Hann viðurkennir að rokkaralífið geti verið mjög einangrandi og að hann sakni Íslands. Vinsældir hljómsveitarinnar og verkefnin erlendis geri það þó ekki líklegt að hann komist heim á næstunni.

 

Í forsíðuviðtali við Mannlíf ræðir hann rokkaralífið, nýju plötuna, metnaðinn, bakgrunninn og rútínuna og jarðtenginguna á Íslandi.

Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar KALEO, hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin ár á milli þess sem hljómsveitin þeytist um allan heim á tónleikaferðalögum. Hann viðurkennir að rokkaralífið geti verið mjög einangrandi og að hann sakni Íslands. Á móti komi að hann fái tækifæri til að vinna að tónlist sinni með toppfólki og það sé einfaldlega það sem þetta snúist um fyrir honum; að skapa góða tónlist.

„Maður vissi ekki beint út í hvað maður var að fara og maður hefur þurft að læra margt nýtt á stuttum tíma.“

KALEO gaf í vikunni út tvö lög, „I Want More“ og „Break My Baby“ af nýrri plötu sem væntanleg er í vor og Jökull segir mikið af tíma sínum undanfarin ár hafa farið í vinnslu plötunnar. Hvernig líður honum með að afraksturinn af allri vinnunni sé loksins að líta dagsins ljós?

„Það er góð tilfinning að gefa út nýja tónlist,“ segir hann. „Ég hef unnið lengi að þessari plötu og það verður ákveðið frelsi að klára hana og geta einbeitt mér að nýju og fersku efni.“

KALEO nýtur gríðarlegra vinsælda víða um heim, hefur hann áhyggjur af því hvernig plötunni verði tekið af aðdáendum?

- Auglýsing -

„Það þýðir voðalega lítið að hugsa út í það, að mínu mati,“ segir Jökull rólegur. „Auðvitað er frábært að fá góðar viðtökur en á endanum verð ég bara að gera mitt eins vel og ég get.“

Lestu viðtalið við Jökul í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -