Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vissu af „galla“ framkvæmdastjórans þegar hann var ráðinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem rekin var frá ON í síðustu viku vegna kvartana yfir kynferðislegri áreitni framkvæmdastjórans Bjarna Más Júlíussonar, fullyrðir að forstjóri ON hafi vitað af framkomu framkvæmdastjórans, Bjarna Más allan tímann. Hún ætlar í mál vegna uppsagnarinnar.

Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem rekin var frá ON í síðustu viku vegna kvartana yfir kynferðislegri áreitni framkvæmdastjórans Bjarna Más Júlíussonar, segir í Facebook-færslu í morgun að forstjóri ON, Bjarni Bjarnason, hafi staðfest á fundi með henni og eiginmanni hennar, Einari Bárðarsyni, að hann hafi vitað af framkomu framkvæmdastjórans við konur frá upphafi en ráðið hann engu að síður með þeim fyrirvara að hann “ynni í göllum sínum.“ Hún sakar forstjórann um hræsni og ætlar með málið fyrir dómstóla.

Í færslunni lýsir Áslaug Thelma fundinum með forstjóra ON og starfsmannastjóra fyrirtækisins í síðustu viku og segir þau hafa staðfest þar að framkoma framkvæmdastjórans hafi verið öllum kunn. „Þá sögðust þau bæði hafa vitað af þessum ,,galla” framkvæmdastjórans eins og þau kölluðu það, en ráðið hann engu að síður og með fyrirvara um að hann ynni í þessum “göllum” og héldu því fram að þau hefðu veitt honum ,,aðstoð” til að vinna með þetta ,,vandamál”, segir Áslaug Thelma í færslunni.

Hún segist á fundinum hafa spurt forstjórann, Bjarna Bjarnason, hreint út: „Hvernig getið þið ráðið einhvern vitandi þetta og tekið við öllum þessum athugasemdum (og þær voru frá fleirum en mér) sem eru allar á sömu leið og fundist það í lagi að hann sé stjórnandi í nafni ON í heil tvö ár?”

Og svar forstjórans hafi verið: ,,Já, en hann hefur staðið sig mjög vel í rekstrinum.“

„Þvílík vonbrigði að heyra þessa yfirlýsingu frá manni sem stýrir einu stærsta fyrirtæki landsins! Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað,“ segir Áslaug Thelma í færslunni.

Undir lok færslunnar kemur fram að Áslaug Thelma ætlar sér að kæra OR fyrir óréttmæta uppsögn:

- Auglýsing -

„Í dag klukkan 14:00 geng ég á fund lögfræðings þar sem ég sé ekki að ON, Orkuveitan eða Reykjavíkurborg sýni nokkra viðleitni til að ræða frekar við mig og því síður að leiðrétta það tjón sem ég hef orðið fyrir – að vera rekin fyrir að gera rétt. Rekin fyrir að reyna að verja mig og samstarfskonur mínar. Ég mun í samráði við hann sækja rétt minn af fullum þunga,“ segir hún.

Hér má lesa færslu Áslaugar í heild sinni: https://www.facebook.com/aslaugthelma/posts/10205129645678383

Mynd / Skjáskot af RÚV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -