Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru tekin saman; búa saman í leiguíbúð í Garðabæ, en það er DV sem greindi fyrst frá.
Fullyrt var í vikunni að Vítalía hefði verið kærð til fyrir tilefnislausar uppflettingar á nokkrum þjóðþekktum einstaklingum í Lyfjagátt er hún var starfsmaður Lyfju; þá stendur enn yfir rannsókn lögreglu á kæru á hendur parinu fyrir fjárkúgun gagnvart þremur aðilum, þeim Hreggviði Jónssyni, Ara Edwald og Þórði Má Jóhannessyni.
Samband Arnars og Vítalíu hefur verið stormasamt; Arnar var í hjónabandi er sambandið hófst.
Vítalía steig svo fram í viðtali við Eddu Falak í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur þar sem frásögn hennar um Pottamálið vakti mikla athygli.
En nú er ástin farin að blómstra á ný milli parsins fallega og munu þau hafa stuðning af hvort öðru í þeirri baráttu sem væntanlega er framundan fyrir dómstólum.