Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Vítalía opnar sig: „Ef ofbeldi ratar inn á heimili einu sinni þá er það komið til að vera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva sér ekki eftir því að hafa þorað að tala upphátt um það sem gengið hefur á í hennar lífi á þessu ári; hún opnaði fyrir spurningar fylgjenda sinna á samfélagsmiðlinum Instagram og lék fylgjendum hennar mikil forvitni á að vita um núverandi sambandsstöðu hennar.

Vítalía á ekki eiga kærasta; hún er þessa dagana á fullu að baka fyrir jólin, en Vítalía er áhugabakari; heldur úti fyrirtækinu VL-bakstur þar sem í boði eru vegan og hefðbundin bakkelsi.

Einn af hennar fylgjendum skrifar:

„Ert svo hugrökk að standa með sjálfri þér.“

Vítalía svarar:

„Takk fyrir. Ég myndi aldrei gera neitt annað eða taka til baka að hafa þorað að tala og tjá mig, sama hversu erfitt það var, ég hef aldrei séð eftir því. Ég mun aldrei sjá eftir því að hafa þorað að tala.“

- Auglýsing -

Hún segir líðan sína misjafna eftir því hvernig dagarnir eru:

„Stundum tek ég tvö skref aftur á bak áður en ég tek eitt áfram. Stundum er ég aktív en aðra daga kem ég mér ekki út úr húsi. Ég er að koma til, ég leyfi mér að gráta, hlæja, brosa og anda eftir því sem líkaminn kallar á hverju sinni. Þetta hefur verið erfitt og tekið frá mér orku og gleði, stundum tek ég nokkra daga í lægð og leyfi mér það,“ sagði Vítalía. og bætti við:

„Ef ég myndi vita svarið, einhverja töfralausn, þá myndi ég segja þér.“

- Auglýsing -

Svo spurning:

„Hvernig er hægt að gleyma narsissista?“

Vítalía svarar:

„Ef ég myndi vita svarið, einhverja töfralausn, þá myndi ég segja þér. Það sem hefur hjálpað mér og látið mig opna augun er að muna að sjálfsvirðingin þín/mín er ekki til sölu. Aldrei gleyma því. Þegar ofbeldi hefur átt sér stað er það komið til að vera. Ég hefði viljað að ég tæki mark á aðstoð frá fólki með reynslu og ekki reyna að afsaka allt. Ef ofbeldi ratar inn á heimili einu sinni þá er það komið til að vera.“

Vítalía þakkaði fylgjendum sínum:

„Takk fyrir hlýjuna og umhyggjuna í minn garð.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -