Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Vitnið elti bílþjóf sem velti bifreiðinni í Hafnarfirði – Dólgar í árásarham settir í fangaklefa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla handtók karlmann í Kópavogi seinnipartinn í gær en sá hafði gengið um og hótað fólki. Auk þess hafði dólgurinn ráðist á fólk og því ekki hægt að leysa málið á vettvangi. Gisti hann í fangaklefa lögreglu í nótt.

Síðar um kvöldið, um klukkan níu, hafði lögregla afskipti af öðrum manni í Kópavogi en sá var ölvaður og hafði áreitt fólk sem á vegi hans varð. Maðurinn neitaði að gefa lögreglu upp nafn sitt og streittist á móti við handtökuna. Sá fékk einnig að gista bak við lás og slá.

Þá barst lögreglu tilkynning skömmu fyrir miðnætti í gær en var það vegna stolins bíl. Maðurinn sem tilkynnti þjófnaðinn ákvað sjálfur að veita þjófnum eftirför en var ferðinni heitið inn í Hafnarfjörð þegar hann hafði samband við lögregluna. Eltingaleikurinn endaði með því að stolna bifreiðin valt og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -