Árið 2021 verður ár eldgosa. Enn einu sinni beinast augu heimsbyggðarinnar að Íslandi þegar móðir allra eldfjalla, Katla gamla gýs á haustdögum 2021. Eftir þessu hefur lengi verið beðið en gosið reynist sem betur fer í minna lagi og stendur ekki langan tíma. En því fylgir öskufall í háloftum og lokanir á flugumferð líkt og áður.
Umræddu gosi fylgir einnig jökulhlaup sem að þessu sinni er ólíkt öðrum Kötluhlaupum því gosið kemur upp svo vestarlega í öskjunni að hlaupið ryðst fram undan Entujökli og kemur niður farveg Markarfljóts og þar til sjávar. Þetta vekur gríðarlega athygli jarðfræðinga á Íslandi en þetta hefur ekki gerst í um það bil 1500 ár. Fyrir vikið verða stór svæði á Suðurlandi rýmd allt vestur að Hvolsvelli og reynist ekki vanþörf á því hlaupið flæðir yfir allt láglendi sunnan Fljótshlíðar og álar úr því fara allt að jaðri þorpsins á Hvolsvelli. Ekkert manntjón verður en miklar skemmdir á löndum bænda, sumarbústöðum neðst í Fljótshlíð, útihúsum og bæjarhúsum í Landeyjum og vegakerfið á Suðurlandi lætur verulega á sjá.
Sjá einnig: Völva Mannlífs segir okkur hvernig árið 2021 verður – Ár ljóss og skugga