Reynir Traustason segir ýmislegt hægt að læra af ástandinu sem núna ríkir í heiminum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Hann vonar að fólk læti að meta litlu hlutina sem okkur þykja alltaf sjálfsagðir en eru það ekki núna vegna veirunnar. „Við erum í auga stormsins en hann mun lægja eins og alltaf og fuglarnir hefja söng sinn. Þá verðum við vonandi búin að læra að meta þau lífsins gæði sem veiran hefur ýtt til hliðar í bili,“ skrifar Reynir í nýjan pistil sinn.
Hann segir alls kyns takmarkanir mæta fólki í daglegu lífi þessa dagana en bendir á ljósið í myrkrinu.
„Ef við viljum sjá eitthvað gott í þessu ástandi þá er rétt að nefna mál þar sem manngæska og náungakærleikur koma við sögu. Fólk að syngja á svölum fyrir nágranna sína. Miskunnsamir samverjar sem bjóðast til að hjálpa þeim sem eiga ekki heimangengt. Afgreiðslukonan í apótekinu í Hveragerði sem býðst til þess að koma lyfjum heim til fólks og jafnvel moka snjó af tröppum þess í leiðinni. Fólkið sem í sjálfboðavinnu færir hinum innilokuðu mat og nauðsynjar. Allir þeir sem sýna öðrum kærleika og bjóða fram hjálparhönd,“ skrifar Reynir.
Hann segir að nú skipti öllu að sýna æðruleysi.
Lestu pistil hans í heild sinni hérna.