Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í gær að verið væri að gera gæðaúttekt á stórum lager af pinnum í samstarfi við stoðtækjaframleiðandann Össur. Hann sagði að ef pinnarnir myndu standast kröfur væri hægt að „gefa aftur í“ í sýnatöku.
En RÚV greinir frá því að umræddir sýnatökupinnar muni ekki nýtast. Þeir hafa verið prófaðir hjá Íslenskri erfðagreiningu og í ljós kom að þeir virka ekki.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfesti þetta í samtali við RÚV. Hún sagði niðurstöðuna vera vonbrigði.