- Auglýsing -
Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.
Foreldrar piltsins og barnaverndarnefnd voru kölluð til í nótt. Drengurinn, sem er 16 ára, er grunaður um hótanir, brot á vopnalögum sem og brot gegn opinberum starfsmanni. Atvikið átti sér stað í Breiðholti þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í tvö í nótt.