Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vöxtur í grænni fjárfestingu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á ráðstefnu í nýliðinni viku um Ísland án jarðefnaeldsneytis var síðasta innleggið um grænar fjárfestingar.

Nokkur vöxtur á sér stað í grænni fjárfestingu á fjármálamörkuðum, eftirspurn hefur aukist í grænum skuldbréfum sem eru venjuleg skuldabréf – nema að andvirði þeirra rennur í fjármögnun grænna verkefna á borð við bætta orkunýtingu, vistvænar samgöngur og verndun sjávar.

En sem komið er um að ræða hliðarmarkaði og engin föst lagaumgjörð er um grænar fjárfestingar í heiminum né hér á landi. Til dæmis er ekki að finna neina lagaskyldu að meta áhættu umhverfisáhrifa né upplýsingar þar um til fjárfesta þegar fjárfest er í fjármálagerningum. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda varðandi útgáfu grænna skuldbréfa, en í dag er aðeins einn útgefandi grænna skuldabréfa þ.e. Landsvirkjun á meðan á Norðurlöndunum eru 58 útgefendur með 149 útgáfur árið 2017, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Margir erlendir sjóðir hafa tekið við sér í baráttu gegn loftslagsbreytingum og eru að hreinsa eignasöfn sín (e. devestment) af eignum sem tengjast framleiðslu og sölu á jarðefnaeldsneyti. Fjárfesting í iðnaði sem losar mikinn koltvísýring er enda áhættusöm fjárfesting fyrir bæði fjárfesta og jörðina. Staðreyndin er sú að til þess að jörðin verið sjálfbær, þurfa markaðir að vera sjálfbærir. Erlendir leiðtogar hafa kallað eftir víðtæku samstarfi ríkis og einkaframtaksins – nýir sjálfbærir markaðir verði hannaðir og fjárfestar einblíni á sjálfbærar fjárfestingar, nú síðast á World Economic Forum í september.

Aðgerðaráætlun um sjálfbærar fjárfestingar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti aðgerðaráætlun um sjálfbærar fjárfestingar í maí á þessu ári. Aðgerðaráætlunin hefur meðal annars að geyma drög að reglugerð sem býr til ramma utan um slíkar fjárfestingar t.d. hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt svo að fjárfesting geti talist sjálfbær. Þá er einnig að finna drög að reglugerð sem fjallar um upplýsingagjöf og hvernig fjárfestar, stofnanir og þeir sem sjá um stýringu eignasafna færa umhverfisþætti inn í áhættumat og ferla. Líklegt er að þessar reglugerðir verði merktar EES samningnum og Íslandi verði skylt að taka þær upp í gegnum EES samninginn, verði þær samþykktar.

Stórir fagfjárfestar eins og lífeyrissjóðir sem eru í almannaeigu geta sett sér reglur um að hreinsa eignasöfn af fjárfestingu í tengslum við jarðefnaeldsneyti. Þeir geta tekið markviss skref í þá átt í samræmi við ábyrga fjárfestingastefnu sem tekur mið af framtíð sjóðsfélaga og samfélagslegri ábyrgð.

- Auglýsing -

Markaðurinn mun spila stóra rullu í því að rétta af kúrs með því að fjárfesta ekki í atvinnustarfsemi sem skaðar jörðina, rétt eins og að hann gegnir ábyrgð á núverandi stöðu og í því að aðhafast ekki. Ríki og markaður þurfa vinna saman að sjálfbærum mörkuðum. Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum nær t.d. ekki til þess að huga eigi að sjálfbærum atriðum og umhverfisþáttum við fjárfestingar og framkvæmdir á vegum ríkisins eða leggja eigi línur í fjárfestingum lífeyrissjóða. Það ætti að bæta.

Sjá einnig: Ísland – án jarðefnaeldsneytis árið 2030

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -