Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

WAB air án Skúla Mogensen

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir fyrrverandi lykilstjórnendur hjá WOW air ásamt hópi fjárfesta vinna nú að stofnun nýs flugfélags, sem ber heitið WAB air, á grundvelli WOW. Fyrrverandi forstjóri WOW air kemur ekki nálægt stofnun félagsins.

Því hefur reglulega verið haldið fram í fjölmiðlum að Skúli Mogensen stofnandi og fyrrum forstjóri flugfélagsins WOW air, sem féll í mars, og fyrrum lykilstjórnendur innan WOW air hafi unnið hörðum höndum að því að afla fjár til að endurreisa flugfélagið. Skúli sjálfur kynnti ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag kæmi til með að líta út, á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu í byrjun júní. Án þess þó að segja með berum orðum að til stæði að endurreisa flugfélagið. Mannlíf hefur nú heimildir fyrir því að Skúli hafi ekki aðkomu að stofnun hins fyrrgreinda flugfélags, WAB air.

Áform er uppi um að félagið hefji rekstur í haust, gangi allt að óskum og fljúgi til fjórtán áfangastaða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ráðgert er að fimm hundruð starfsmenn verði ráðnir til félagsins og ein milljón farþega komi til með að ferðast með því á næstu tólf mánuðum. Áætlað er að sex vélar verði í rekstra fyrsta árið og veltan nemi tuttugu milljörðum króna á næsta ári. Frá þessum áformum er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Ennfremur kemur fram að írski fjárfestingarsjóðurinn, Avianta Capital, hafi skuldbundið sig til þess að tryggja félaginu um fimm milljarða króna í nýtt hlutafé. Sem endurgjald muni Avianta Capital eignast 75 prósenta hlut í félaginu. Þá muni 25 prósent WAB air verða í eigu Neo, félags sem er í eigu Arnars Más Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW, Sveins Inga Steinþórssonar, úr hagdeild WOW, sem sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Services og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar, ráðgjafa í flugvélaviðskiptum. Sveinn Ingi komi til með að verða forstjóri hins nýja félags en Arnar Már taki að sér hlutverk aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra flugrekstrar. Þ.e.a.s. gangi áformin eftir, því í fréttinni er haldið fram að rætt hafi verið við Arion banka og Landsbankann um að lána Avianta Capital um 3,9 milljarða króna, til eins árs í fyrirgreiðslu. Til standi að nýta lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá ónefndum svissneskum banka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -