Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Wall Street bregst við MeToo-byltingunni með því að útiloka konur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki fleiri kvöldverðir með kvenkyns samstarfsfélögum. Ekki sitja við hlið þeirra í flugi. Bókið hótelherbergi á sitt hvorri hæðinni. Forðist fundi undir fjögur augu.

Þetta er á meðal þeirra viðbragða sem gripið hefur verið til í fjármálaheiminum vestan hafs í kjölfar MeToo byltingarinnar að því er fram kemur í úttekt Bloomberg. Þar segir að flest öll viðbrögð á Wall Street, þar sem karlamenningin var mjög ríkjandi fyrir, miði beinlínis að því að gera konum lífið enn erfiðara.

Er talað um Pence-áhrifin í því samhengi og vísað til ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem sagðist aldrei snæða máltíð með konu án þess að eiginkona hans sé viðstödd. Í Íslandi gæti þetta útlaggst sem Kristins-áhrifin með vísan í máls Kristins Sigurjónssonar sem var rekinn úr starfi sem lektor við HÍ eftir að hann stakk upp á vinnustaðir landsins yrðu kynjaskiptir.

Úttekt Bloomberg er byggð á viðtölum við 30 hátt setta stjórnendur á Wall Street og kemur þar fram að margir þeirra eigi í vandræðum með að bregðast við MeToo byltingunni. Einn þeirra orðar það sem svo að það felist í því „óþekkt áhætta“ að ráða konur til starfa. Má segja að áhrifin hafi orðið þveröfug við það sem eðlilegt hefði talist, það er að Wall Street sé orðinn meiri „strákaklúbbur“ en fyrir MeToo byltinguna.

Ákveðins ótta gætir meðal karlkyns stjórnenda. Þannig segist einn þeirra ekki halda fundi með konum í gluggalausu herbergi á meðan annar fór að ráðum eiginkonu sinnar og bókar ekki fundi með konum sem eru yngri en 35 ára. Þá er konum sjaldnar boðið í drykki eftir vinnu sem um leið gefur þeim færri tækifæri á að byggja um tengslanet sitt.

Að sama skapi veigra karlmenn sér við að gerast leiðbeinendur ungra kvenna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálaheiminum. Það hefur svo enn frekari áhrif á framgang kvenna í metorðastiganum.

Þetta á þó ekki við alls staðar og líklega kemst Ron Biscardi hjá Context Capital Partners að einföldustu nálguninni. Hann segist vissulega hafa íhugað að hætta að bóka fundi með yngri konum eða að skilja eftir hurðina opna og bjóða þriðja aðila til fundarins. En niðurstaðan hans var sú augljósasta. „Bara ekki vera asni. Það er ekki svo flókið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -