Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

WHO ítrekar beiðni um að fólk hætti að nota grímur nema það sé sýkt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ítrekaði í gær þau tilmæli sín til fólks að nota ekki grímur nema það sé sýkt af COVID-19 eða annist einhvern sem er sýktur.

„Það er ekkert sem bendir til að grímunotkun almennings komi að gagni,“ sagði Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðaráætlunar WHO, á blaðamannafundi í Genf í gær. „Auk þess er mikill skortur á þeim á heimsvísu. Í augnablikinu er fólkið sem er í mestri hættu vegna veirunnar þeir sem vinna í framlínu heilbrigðiskerfisins og eru í snertingu við veiruna hverja einustu sekúndu dagsins. Sú tilhugsun að það fólk fái ekki grímur er ógnvekjandi.“

Aðrir forsvarsmenn WHO tóku í sama streng á blaðamannafundinum, samkvæmt frétt á vefsíðu CNN, og sögðu að öllu máli skipti að þeir sem ynnu í heilbrigðiskerfinu hefðu forgang þegar hlífðarbúnaður væri annars vegar. Það væri því ekki hægt að mæla með almennri notkun gríma nema fyrir þá sem þegar væru sýktir, til að koma í veg fyrir að þeir dreifðu smiti.

Alma Möller, landlæknir, hefur á blaðamannafundum talað á svipuðum nótum og forsvarsmenn WHO, sagt að auðvitað sé nauðsynlegt fyrir heilbrigðis­starfs­ólk að bera grímur þegar það sinnir sjúklingum með COVID-19 og sömuleiðis sé nauðsynlegt að þeir sem sýktir séu beri slíkar grímur.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að grímur geti virkað að ákveðnu leyti og hanskar sömuleiðis en að notkun þessa hlífðarbúnaðar geti þó gefið falskt öryggi.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -