- Auglýsing -
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir einangrun einstaklinga sem greinast með Covid styttast eftir helgina.
Reglur um einangrun sem nú er í gildi eru sjö dagar en eftir helgina verði hún fimm dagar.
Rætt var við Willum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sagðist hann halda að stutt væri í það að grímunotkun yrði hætt en fólk þyrfti að haga sér skynsamlega.
„Veikindin eru að fara misjafnlega í fólk þannig að fólk verður auðvitað að fara varlega,“ sagði Willum og bætti við að fólk þyrfti að passa sig.