Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

WIZZ Air með augastað á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungverska lággjaldaflugfélagið WIZZ Air mun hefja beint flug frá Íslandi til þriggja borga í Evrópu næstu daga. Um er að ræða flug milli Keflavíkur og Búdapest, Vínarborgar og Lundúna. Svo herma áreiðanlegar heimildir Mannlífs og eru upplýsingar um fyrstu flugferðirnar þegar farnar að birtast á vef Keflavíkurflugvallar. Heimildir Mannlífs herma einnig að WIZZ sé að skoða möguleikann á því að opna útibú hérlendis. Flugfélagið er einnig orðað við endurkomu á Frankfurt-flugvöll.

hollenska flugfélagið Transavia hefur beint flug til Amsterdam hefst 18. júní og franskt dótturfélag þess beint flug til Orly-flugvallar í París 26. júní.

Félagið er ekki það eina sem er með áform af þessu tagi því fyrir liggur að nokkur fyrirtæki ætla að hefja beint flug til og frá landinu á næstunni. Beint flug frá Danmörku, á vegum Andra Más Ingólfssonar, eiganda Aventura-ferðaskrifstofunnar, á að hefjast í lok mánaðarins. Þar að auki hefur hollenska flugfélagið Transavia kynnt plön sín á Keflavíkurflugvelli þar sem beint flug til Amsterdam hefst 18. júní og franskt dótturfélag þess mun hefja beint flug til Orly-flugvallar í París 26. júní næstkomandi. Tíðni flugferða Transavia verður mögulega nokkur, eða nokkrum sinnum í viku og því ljóst að bráðum fer að lifna yfir landinu á ný eftir erfiða COVID-tíma.

Andras Rado, samskiptastjóri WIZZ Air, vill ekki staðfesta opnun bækistöðvarinnar í samtali við Mannlíf en segir félagið hins vegar ávallt opið fyrir nýjum tækifærum til að stækka samgöngunet félagsins. Hann segir félagið stöðugt vakandi gagnvart þeim tækifærum sem bjóðast á flugmarkaði en vill annars lítið gefa upp varðandi framtíðarplönin.

Andras Rado, samskiptastjóri hjá WIZZ Air

Lestu nánar um málið í Mannlífi sem kom út í dag.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -