Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

World Class hækkar verð um 15%

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

World Class líkamsræktarkeðjan hef­ur hækkað verð á al­menn­um kort­um um 15%, en verðið hefur verið óbreytt frá ársbyrjun 2014.

Björn Leifs­son, stofn­andi og einn eig­enda World Class á Íslandi, segir við Mbl.is að óhjákvæmilegt hafi verið að hækka verð.

„Það hlýt­ur að segja sitt um að það hafi skap­ast þörf fyr­ir hækk­un. Jafn­framt reynd­ist kór­ónu­veir­an okk­ur dýr. Það eru sex og hálft ár síðan ég hækkaði verðið síðast. Það er senni­lega ekk­ert fyr­ir­tæki á Íslandi sem get­ur státað af því. Ég var orðinn ódýr­ast­ur á markaðnum. Önnur fyr­ir­tæki sem eru með lægra þjón­ustu­stig en við vor­um orðin dýr­ari,“ seg­ir Björn, sem segir viðskipta vera að fá mun meira fyrir peninginn í dag, en fyrir sex og hálfu ári.

Mánaðarleg áskrift hækkar úr 6.830 krón­um í 7.850 krón­ur.

Fram kom í sam­tali ViðskiptaMogg­ans við Björn í lok maí að World Class hefði tapað um 600 millj­ón­um króna vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Nánar er fjallað um málið á Mbl.is.

Velta World Class var um 3,6 millj­arðar í fyrra. Nánar er fjallað um málið á Mbl.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -