World Class líkamsræktarkeðjan hefur hækkað verð á almennum kortum um 15%, en verðið hefur verið óbreytt frá ársbyrjun 2014.
Björn Leifsson, stofnandi og einn eigenda World Class á Íslandi, segir við Mbl.is að óhjákvæmilegt hafi verið að hækka verð.
„Það hlýtur að segja sitt um að það hafi skapast þörf fyrir hækkun. Jafnframt reyndist kórónuveiran okkur dýr. Það eru sex og hálft ár síðan ég hækkaði verðið síðast. Það er sennilega ekkert fyrirtæki á Íslandi sem getur státað af því. Ég var orðinn ódýrastur á markaðnum. Önnur fyrirtæki sem eru með lægra þjónustustig en við vorum orðin dýrari,“ segir Björn, sem segir viðskipta vera að fá mun meira fyrir peninginn í dag, en fyrir sex og hálfu ári.
Mánaðarleg áskrift hækkar úr 6.830 krónum í 7.850 krónur.
Fram kom í samtali ViðskiptaMoggans við Björn í lok maí að World Class hefði tapað um 600 milljónum króna vegna kórónuveirufaraldursins. Nánar er fjallað um málið á Mbl.is.
Velta World Class var um 3,6 milljarðar í fyrra. Nánar er fjallað um málið á Mbl.is.