Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

World Class rukkar og gefur loðin svör um afslátt vegna lokana

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki náðst í forsvarsmenn World Class til að fá svör við spurningum Neytendavaktar man.is um hvort og hvernig þeir ætla að koma til móts við viðskiptavini sína vegna COVID-lokana. Ekki gefið upp símanúmer á skrifstofuna og ef sendur er tölvupóstur þá kemur sjálfvirkt svar:

„Líkt og í fyrri Covid lokunum verður korthöfum bætt lokunartímabilið.“

Ekki er þó tilgreint með hvaða hætti.

World Class er stærsta líkamsræktarstöð landsins með tugþúsundir í áskrift. Þá skilaði fyrirtækið 562 milljónum í hagnað á síðasta ári samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá 24. október.

Á heimasíðu World Class segir:

„World Class sendi áskrifendum reikning fyrir 2 vikum í nóvember þegar útlit var fyrir að aðeins yrði lokað í 2 vikur. Þar sem ekki var hægt að opna að 2 vikum liðnum þá verða ekki sendir út reikningar fyrir desember.“

- Auglýsing -

Þetta þykir neytendavakt man.is ekki fullnægjandi svar auk þess sem þarna er bara talað um áskrifendur. Hvað með aðra korthafa?

Hér hefði auk þess verið heiðarlegast að tilgreina nákvæmt tímabil. Eftir situr líka spurningin með október. Þá voru lokanir og svo opnanir með miklum takmörkunum. Ætlar fyrirtækið að rukka fyrir það tímabil? Þrátt fyrir miklar fjöldatakmarkanir og þá staðreynd að margir höfðu engan áhuga á að mæta í ræktina á meðan smitin í samfélaginu voru mörg og að tækjasalurinn hafi verið lokaður.

Ef marka má kveðju sem starfsfólk World Class sendi á heimasíðunni eru viðskiptavinir hins vegar þolinmóðir.

- Auglýsing -

„Við þökkum enn og aftur þann skilning og þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur við þessar óvanalegu aðstæður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -