Föstudagur 15. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

WOW fær líflínu frá kröfuhöfum en staðan er enn erfið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eigendur skuldabréfa og aðrir kröfuhafar í WOW air eru tilbúnir að breyta skuldum félagsins í hlutafé í því skyni að halda félaginu gangandi. Þó svo að það gangi eftir er enn óvíst hvort það dugi til að halda félaginu gangandi.

Kröfuhafarnir komu saman til fundar í gær og telja bæði heimildarmenn Morgunblaðsins og Fréttablaðsins að það muni ganga eftir sem stefnt var að, það er að breyta skuldunum í hlutafé. Fengju þeir fyrir vikið 49 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt Morgunblaðinu á enn eftir að semja við Isavia en WOW skuldar því opinbera félagi 2 milljarða króna.

Þá á enn eftir að finna fjárfesti eða fjárfesta til að leggja WOW til 5 milljarða króna til að kaupa hitt 51 prósentið sem eftir stendur. Gangi það eftir mun hlutur Skúla Mogensen í félaginu þynnast út og hann yrði ekki lengur ráðandi.

Áætlað hefur verið að það þurfi 10 milljarða króna til að halda WOW í rekstri út árið. Stjórnendur WOW telja sig hafa fé til að reka fyrirtækið í nokkrar vikur til viðbótar. Það er þó háð óvissu því linnulausar fréttir af vandræðum félagsins hafa án efa þau áhrif að bókanir stöðvast.

Allar vélar WOW voru á áætlun í morgun ef undan er skilin fyrirséð seinkun á flugi frá Las Palmas. Heildarskuldir félagsins nema 24 milljörðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -