Nýr áfangastaður Wow air í Bandaríkjunum.

Flugfélagið Wow air lætur ekki deigan síga og tilkynnti í vikunni nýjan áfangastað í vetur. Áætlunarlug til Orlando hefst í desember og verður flogið þangað þrisvar í viku í allan vetur til 30. apríl.
Lent verður á flugvellinum Orlando International og tekur flugið rúmar átta klukkustundir. Lægsta verð á flugfari á þessari leið er tæpar 20.000 krónur aðra leið.
Í fréttatilkynningu frá Wow air er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow air að Orlando sé skemmtilegur staður sem lengi hafi notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum. „Með því að bjóða upp á flug á hagstæðum kjörum gerum við fleirum kleift að ferðast og njóta lífsins í sólinni,“ segir Skúli.
Sala á flugferðum til Orlando hófst í gær á heimasíðu Wow air.