Annað dauðsfallið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar utan meginlands Kína var staðfest í morgun. RÚV greinir frá.
Hinn látni er 39 ára gamall karlmaður, sem var á ferðalagi í Wuhan í janúar. Hann var búsettur í Hong Kong og fór heim með hraðlest 23. janúar.
Greind tilfelli veirunnar eru orðin 20.629 og dauðsföll eru orðin 427. Samkvæmt upplýsingum John Hopkins háskólans eru um 700 þeirra sem hafa fengið veiruna eru orðnir heilir heilsu.
Í Evrópu hafa 25 einstaklingar verið greindir með veiruna, 12 í Þýskalandi, sex í Frakkland, tveir í Bretlandi, tveir á Ítalíu, einn á Spáni, einn í Finnlandi og einn í Svíþjóð.
15 einstaklingar hafa greinst með veiruna í Hong Kong og í gær ákváðu yfirvöld að loka öllum landleiðum frá meginlandi Kína nema tveimur til þess að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar.