Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Wuhan-kórónaveiran er komin til Bretlands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Bretlandi. BBC greinir frá, og einstaklingarnir eru í sömu fjölskyldu, en ekki kemur fram hvernig tengslin eru.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar, sem dreifir hratt úr sér og tala látinna hækkar stöðugt. Alls eru 213 látnir, flestir í Hubei-héraði í Kína. Gærdagurinn var sá mannskæðasti til þessa, tilkynnt var um 43 látna í gær. Yfir tíu þúsund eru smitaðir um allan heim, 9.692 staðfest smit eru í Kína og 129 staðfest smit í 23 öðrum löndum eða svæðum.

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð klukkan tíu í dag í varúðarskyni vegna Wuhan kórónaveirunnar. Deildarstjóri almannavarna leggur áherslu á að engar vísbendingar séu um að veiran sé komin til Íslands, og ítrekar að um varúðarráðstöfun sé að ræða í samtali við Vísi.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -