- Auglýsing -
Í þriðju bylgju kórónaveirufaraldursins hafa 109 börn smitast af Covid-19 í skólanum sínum. Flest þeirra hafa smitast af starfsmanni skólans en þónokkkur hafa smitast af samnemendum sínum. Í þessari bylgju hafa mun fleiri skólakrakkar smitast í samanburði við fyrstu bylgjuna í vor.
Þetta tölur koma frá rakningarteymi almannavarna og eru að finna í minnisblaði sem lagt var fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar í vikunni. RÚV greindi frá.
Af þeim 109 leik- og grunnskólabörnum sem hafa smitast í þessari bylgju hafa 34 þeirra smitast af samnemendum sínum. Börnin sem smitast hafa af starfsmönnum skólanna eru hins vegar 75 talsins. Í samanburði þá smituðust aðeins 6 börn af samnemenda í fyrstu bylgjunni í vor og 7 krakkar af starfsmanni skóla.
Samkvæmt opinberum covid-tölum eru nú 42 skólakrakkar með Covid-19 og 17 starfsmenn skólanna í einengrun með sjúkdóminn. Í grunnskólunum í borginni eru 115 börn í sóttkví sem stendur og 13 starfsmenn. Staðan á leikskólunum er heldur skárri, 23 leikskólabörn eru í sóttkví og 7 starfsmenn.