Arnar Þórisson, yfirframleiðandi fréttaskýringaþáttarains Kveiks og Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunnar og fyrrverandi ritstjóri Kveiks, voru nýerið yfirheyrð í símamáli Páls Steingrímssonar skipstjóra. Samkvæmt heimildum Mannlífs snýr rannsóknin að því hvort sími Páls hafi verið brotinn upp í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins og gögnum úr símanum deilt á aðra fjölmiðla. Gögnin sem síminn geymdi urðu grunnurinn að umfjöllun fjölmiðla um Skæruliðadeild Samherja. Ríkisútvarpið átti ekki frumkvæði að slíkri umfjöllun en tók málið upp eftur öðrum fjölmiðlum.
Nýjar upplýsingar sem lögreglu bárust eru þær að fyrrverandi eiginkona Páls hafi rænt símanum af sjúkrabeði skipstjórans sem þá var meðvitundarlaus. Hún hafi svo farið með símann i höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins þar sem hann hafi verið brotinn upp. Þóra er með stöðu sakbornings í málinu en nafn Arnars hefur ekki komið upp áður. Arnar vildi sem minnst um málið tala þegar Mannlíf hafði samband við hann. Hann taldi rannsóknina vera undarlega en vildi að öðru leyti ekkert segja efnislega um málið.
„Ég hef ekkert að fela,“ segir Arnar um yfirheyrsluna sem hann sætti í síðustu viku.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur verið gagnrýnd fyrir rannsókn málsins og að halda fjölmiðlafólki með stöðu grunaða. Þá hefur Páll gagnrýnt lögregluna fyrir seinagang í málinu. Rúmlega þrjú ár eru frá því umfjöllunin byggð á gögnum úr síma Páls birtist.
Samkvæmt heimildum Mannlífs er lögreglan á lokastigi með rannsókn málsins.