Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Flugmenn samþykktu samninginn – flugfreyjur bjóða fleytisamning

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 31. desember 2025. Atkvæðagreiðslu lauk í dag og var yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna sem samþykkti samninginn. „Samningurinn er í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag flugmanna og tryggja aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair og þar með styrkja samkeppnishæfni Icelandair Group,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, samskiptastjóri Icelandair.

Sjá einnig: Flugmenn gera tímamótasamning við Icelandair

Icelandair Group og FÍA komust að samkomulagi um nýjan kjarasamning 15. maí síðastliðinn og þá sagðist Bogi Nils Bogason mjög ánægður með samkomulagið enda stórt skref í að tryggja samkeppnishæfni félagsins. Flugvirkjar Icelandair hafa einnig samþykkt nýgerðan samning við flugfélagið og nú standa aðeins flugfreyjur eftir án samkomulags.

Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, hafði áður lýst kjarasamningi flugmanna sem tímamótasamningi. „Flugmenn eru stoltir af því að hafa náð markmiðunum sem lagt var upp með sem eykur enn á samkeppnishæfni Icelandair. Samningurinn tryggir að félagið er vel í stakk búið að til að sækja fram á hvaða markaði sem er til langrar framtíðar og nýta þau tækifæri sem sannarlega munu skapast,“ sagði Jón Þór.

Flugfreyjur hafa hins vegar boðið Icelandair fleytisamning til að hjálpa flugfélaginu yfir erfiðasta hjallann. Félagið hélt þrjá félagsfundi á Hilton-hótelinu í dag til að fara yfir stöðuna í kjaradeilunni við flugfélagið. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir ekki koma til greina að skerða laun og réttindi  flugfreyja til frambúðar. „Það er gífurleg samstaða í hópnum og einhugur í fólki að standa á því sem við höfum boðið, sem eru miklar tilslakanir og hóflegar launahækkanir. Við höfum undanfarnar vikur komið með lausn, svokallaðan fleytisamning, þar sem fólk tekur á sig aukna vinnu í ákveðinn tíma, við erum jákvæð fyrir því. En að skerða laun, réttindi og auka vinnuskyldu til frambúðar er eitthvað sem við höfnum alfarið,“ segir Guðlaug.“ sagði Guðlaug í samtali við RÚV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -