Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Yfirkjörstjórn nálgast dómssalinn. „Nei, nei, það er bara eðlileg leið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nei, nei, það er bara eðlileg leið,“ sagði Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi í viðtali við Mannlíf í morgun. Aðspurður hvort honum þætti yfirvofandi saksókn óþægileg tilhugsun vegna ógreiddar sektar en sektin er meðal annars vegna meðferðar á kjörgögnum.

Yfirkjörstjórn neitar að greiða sekt sem lögreglustjóri Vesturlands gerði þeim að greiða. Inga Tryggvasyni, formanni yfirkjörstjórnar var sektaður um 250.000 krónur en hinir aðilar yfirkjörstjórnar fengu sekt að upphæð 150.000 króna.
Sektirnar eru vegna brota á lögum við meðferð kjörgagna, meðal annars innsigla.

Líklegast þykir nú að mál þeirra fimm fari fyrir dóm en sakvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur fram að Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi ætli sér ekki að gefa frekari fresti vegna málsins.

Að lokum var Ingi spurður hvort honum þætti hann eða aðrir aðrir í kjörstjórn ekki hafa gert neitt rangt og svarið var einfalt – „Nei“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -