Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Yfirvöld bregðist fljótt við

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Lögin eru skýr og það er nú í höndum stjórnvalda og Landspítala að tryggja að lögbundnu hlutverki þeirra sé fylgt eftir,“ segir Ugla Stefanía, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, um stöðuna hjá BUGL.

Fram kemur í nýjasta tölublaði Mannlífs að fjölskyldur trans barna og ungmenna séu uggandi vegna þess að frá áramótum hefur ekki verið hægt að halda úti trans teymi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sem er mikilvæg stoð fyrir þennan hóp.

Hún segir að Trans Ísland líti málið mjög alvarlegum augum, enda sé um að ræða grundvallarþjónustu fyrir trans börn. „Þegar lög um kynrænt sjálfræði voru unnin var það eitt af mikilvægustu málefnunum að það yrði ritað í lög að slíkt teymi væri starfandi, en fyrir þann tíma voru engin lög sem tryggðu aðgengi trans barna og unglinga að þjónustunni.

Á Íslandi, sem og annars staðar, stíga sífellt fleiri fram á unga aldri og þessi þjónusta þarf því að vera til staðar til að tryggja velferð þeirra sem þurfa á henni að halda.“ Ugla segir að vinna verði hratt til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar á þau trans börn sem þurfa á lyfjum að halda til að stöðva kynþroska. Þau séu á mjög viðkvæmum stað og þurfi aðgengi að „hormónablokkerum“ til að hægja á áhrifum kynþroska sem geti valdið þeim ama og angist. Vinna verði hratt og örugglega til að koma í veg fyrir frekari andlega vanlíðan þessa hóps.

Ugla var á meðal þeirra sem funduðu með BUGL í liðinni viku. „Trans Ísland hefur því fundað með BUGL um stöðuna ásamt Samtökunum ‘78 og Trans vinum, og hefur sett sig í samband við forstjóra Landspítala, Landlækni og heilbrigðisráðherra. Mikilvægt er að byggð sé upp þekking og reynsla í þessum málaflokki, svo allt fari ekki í uppnám og þjónustan leggist niður vegna skorts á starfsfólki. Þetta mál þarf að taka alvarlega og við vonumst til að yfirvöld bregðist fljótt við og sýni vilja í verki, enda velferð barna og unlinga í húfi.“

„Það er verið að brjóta lög með þessu“

- Auglýsing -

„Heilbrigðisráðuneytið þarf að breyta þessu til að fylgja lögum í landinu,“ segir Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri hjá Samtökunum ’78, um stöðuna hjá BUGL. Hann bendir á að stjórnvöld fylgi ekki þeim lögum sem sett voru í júní í fyrra. „Það er verið að brjóta lög með þessu.“

Daníel bendir á að með því að leggja af teymi sé verið að taka skref til baka í þessum málum. „Við höfum heyrt að fólk hafi af þessu miklar áhyggjur.“ Hann bendir á að mörg trans börn og ungmenni séu tíðir gestir í félagsmiðstöð samtakanna, í einstakl­­ingsráðgjöf eða sæki stuðningshópa. Ný rannsókn sýni að trans börn séu mun líklegri til að skaða sig en önnur. Grípa þurfi hratt inn í. „Mér skilst að þrjár manneskjur með sérþekkingu á þessum hlutum hafi hætt hjá BUGL á síðustu 18 mánuðum. Þessir krakkar fá ekki þá þjónustu sem ríkið hefur skuldbundið sig til að veita.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -