Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Zelda varð fyrir árás annars hunds sem gengur laus og ræðst á aðra hunda í Kópavogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð varar aðra hundaeigendur í Kópavogi  við lausum hundi sem ræðst á aðra hunda. Davíð segir að óargadýrið lausa sé  í námunda Hlaðbrekkuna og hafi nú þegar tekist að ráðast á sinn hund. Frá þessu greinir hann inni á Facebook hópnum hundasamfélagið.

„Góðan daginn ég vil bara láta vita fyrir ykkur sem búa í Kópavoginum að passa ykkur þegar þið labbið í Hlaðbrekkunni að þar er hundur sem er ávallt laus og án eftirlits sem ræðst á aðra hunda. Hann hefur nokkrum sinnum reynt að ráðast á okkar hund og tókst það í dag. Þetta er dökkur, stór blendingur svo að það var bara heppni að okkar hundur slapp með skrámur.“

Fólk tjáir sig undir færslu Davíðs og flestir eru að vorkenna greyið tíkinni sem ráðist var á og óska henni góðs bata. Jósa segir „Greyið gott að ekki fór verr. Endilega tilkynna þetta til mast þetta er ekki hundinum að kenna að vera svona eftirlitslaus heldur eigandanum og hundinum enginn greiði gerður.“ Davíð segist vera búinn að tilkynna þetta til HHGK og sé að senda tölvupóst til Mast líka.

Anna sem er hinn eigandi tíkarinnar Zeldu tilkynnir svo að þau Davíð hafi farið með hana til dýralæknis „Við fórum með zeldu okkar til dýralæknis áðan og er hún komin á sýklalyf & verkjalyf. Hún á líka að hvíla sig í dag og á morgun og má ekki fara í göngutúr fyrr en á mánudag. Það er vel hugsað um hana og hún verður extra mikið dekruð.“ Vonandi jafnar Zelda sig fljótt og vonandi gerir eigandi hundsins sem ræðst á aðra hunda eitthvað í sínum málum.

 

Tíkin Zelda sem varð fyrir árás annars hunds í Kópavogi. Facebook
Hundar eiga ekki að ganga lausir lögum samkvæmt en eitthvað er eigandi lausa hundsinns að gleyma því. Facebook
Greyið litla að verða fyrir þessu. Facebook

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -