10 góð ísskápsráð | Mannlíf

Gestgjafinn

18 september 2018

10 góð ísskápsráð

Ísskápar gegna mikilvægu hlutverki í eldhúsinu og án þeirra væru margir á eyðiskeri staddir. En það er ekki sama hvernig við umgöngumst þetta musteri eldhússins. Gestgjafinn tók saman nokkur góð ráð sem vert er að hafa í huga.

1. Passaðu að hitastigið sé ávallt í kringum 4°C.

2. Kældu heitan mat áður en hann er settur í skápinn.

3. Raðaðu stórum hlutum aftast og litlum hlutum fremst.

4. Afþíddu frosna matvöru í ísskápnum.

5. Ekki ofhlaða ísskápinn því þá hættir að lofta um hann og hitastigið breytist.

6. Passaður að hafa hurðina á ísskápnum ekki lengi opna í einu.

7. Notaðu volgt vatn og milda sápu til að þrífa ísskápinn. Ef vond lykt er í honum þá er gott að blanda matarsóda saman við volgt vatn og nota til að þrífa.

8. Notaðu fyrst hráefnið sem er orðið eldra, þannig er minni hætta á að hráefnið skemmist.

9. Neðst í ísskápnum er kaldast en heitt loft rís og því er heitast efst. Best er því að geyma kjöt og fisk neðst og síðan grænmeti og mjólkurvörur, efst er ágætt að geyma krukkur sem hafa verið opnaðar.

10. Geymið kjöt sem gæti innihaldið óæskilega gerla og bakteríur eins og kjúkling neðst  í ísskápnum til að koma í veg fyrir að vökvinn leki ekki yfir í annað hráefni.

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is