Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Hið fullkomna „al dente“ pasta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veist þú hvað al dente þýðir? Hugtakið kemur úr ítölsku og er oftast notað fyrir eldun á pasta. Bein þýðing á íslensku væri „undir tönn“. Fyrsta þekkta notkun orðsins er í kringum 1920, og er því þekkt hugtak í eldhúsi fagmannsins. Al dente áferðinni væri best lýst þannig að pastað er soðið en ennþá með smá bit undir tönn. Það getur verið þunn lína á milli þess að vera með hrátt eða ofeldað pasta. Ágætis þumalputtaregla til að ná al dente suðu á pasta er að taka um 20% af eldunartímanum sem stendur á pakkanum. Eins þá tekur ferskt pasta aldrei lengur en 1-3 mínútur í suðu.

Góð pastaráð:

Þegar þú klárar að elda pastað í sósunni fær það meira bragð og betri áferð.

Notaðu alltaf stóran víðan pott þegar þú sýður pasta, þá hefur pastað meira rými til að eldast og minnkar hættuna á því að vera með miseldað pasta.

Ekki vera hrædd/ur við að salta pastavatnið það gefur pastanu bragð. Á Ítalíu er talað um að vatn sem er notað til að sjóða pasta ætti að bragðast eins og sjórinn!

Ekki setja olíu í pastavatnið. Margir halda að það hjálpi pastanu að festast ekki saman, en það getur komið í veg fyrir að sósan festist við pastað.

Gott er að hræra reglulega í pastanu þegar það er í suðu, það kemur í veg fyrir að pastað festist saman.

- Auglýsing -

Reyndu að koma í veg fyrir að láta kalt vatn renna á pastað eftir að það er soðið svo það festist ekki saman, settu frekar smá ólífuolíu út á pastað ef það þarf að bíða í smá stund áður en það fær á sig sósu.

Ef þú ert með grófa sósu eins og Bolognese er gott að velja pasta með grófri áferð eins og rigatoni og farfalle. Áferðin á pastanu hjálpar til við að grípa sósuna.

Veldu slétt pasta eins og spagettí og penne ef þú ert með kremaða sósu eða ostasósu.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -