Basil pestó - gott á pitsuna | Mannlíf

Gestgjafinn

9 febrúar 2018

Basil pestó – gott á pitsuna

Gerðu góða pitsu guðdómlega með basil pestó.

Basil pestó

1 búnt basilíka, stilkar og lauf
½ hvítlauksgeiri
50-60 g furuhnetur
50 g parmesanostur
1 dl ólífuolía
1 tsk. hvítvínsedik, má nota sítrónusafa
1 tsk. sykur
salt
svartur nýmalaður pipar

Setjið basilíkuna, hvítlaukinn, furuhneturnar og ostinn í matvinnsluvél og setjið í gang í u.þ.b.15 sekúndur. bætið olíunni saman við í smáum skömmtum og setjið svo edikið og sykurinn út í og bragðbætið með pipar og salti.

Sykurinn er notaður til að ná ramma bragðinu sem kemur frá basilíkunni og ágætt er því að nota fyrst ½ tsk. smakka og bragðbæta og að bæta þá restinni við ef þarf.

Fyrir algera sælkeraútgáfu er gott að rista furuhneturnar áður en þær eru settar saman við.

Pestóið er gott með pasta, á samlokur og með bæði kjöti og fiski. Hægt er að minnka olíuna eða auka allt eftir því hvaða áferð á að vera á pestóinu. Hægt er að setja sítrónusafa í stað ediksins.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Myndir / Rakel Ósk Sigurðardóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Gestgjafinn

fyrir 4 dögum

Vinsælar þrúgur

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is