Bestu jólauppskriftirnar í einu blaði | Mannlíf

Gestgjafinn

19 desember 2017

Bestu jólauppskriftirnar í einu blaði

Fallegar myndir og gómsætar uppskriftir prýða heilar 196 síður í Jólablaði Gestgjafans.

Purusteik með rósmarín og soðsósu. Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Meðal efnis eru dásamlegar hægeldaðar jólasteikur sem Folda Guðlaugsdóttir matreiðslumaður töfraði fram, en öndin á forsíðu blaðsins er einmitt hægelduð úr hennar smiðju.

Einnig er að finna gómsæta og fínlega forrétti sem auðvelt er að gera. Uppskriftir að hátíðlegum og þægilegum nautakjötsréttum, jólavillibráð með rjúpuna í fararbroddi og meðlæti sem er ekki síður mikilvægt á jóla- og hátíðarborðið.

Rúsínan í pysluendanum á jólamáltíðinni er náttúrulega eftirrétturinn en í blaðinu er að finna uppskriftir að púrtvínssoðnum perum, tíramísú með Amaretto og Amarula, affogato vanilluís með heitu expressokaffi og gljáðum heslihnetum.

Tvær veislur eru í blaðinu. Önnur hjá Margréti Eir söngkonu og sælkera og hin hjá Lárusi í 12 Tónum en hann bauð nokkrum 101 kaupmönnum í karllæga veislu á ítölskum nótum. Þá fór Bergþóra Jónsdóttir blaðamaður á veitingastaðinn Aalto þar sem Sveinn Kjartansson útbjó spennandi vegan-smáréttaveislu sem veganistar og áhugafólk um fjölbreytta matarmenningu ættu að hafa gaman af.

Í blaðinu er einnig skemmtilega umfjöllun um íslenska jólasiði og sögu kaffimenningar á landinu auk þess sem lesendur fá að kynnast læriföður nútímakokka, Escoffier.

Þetta og fleira í fjölbreyttu og veglegu jólablaði Gestgjafans – sjón er sögu ríkari!

Gómsætar uppskriftir og fallegar uppskriftir prýða heilar 196 síður í jólablaði Gestgjafans.
Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is