Djúpsteiktur camembert – klassík sem allir elska | Mannlíf

Gestgjafinn

4 febrúar 2019

Djúpsteiktur camembert – klassík sem allir elska

Hver man ekki eftir djúpsteiktum camembert? Þessi réttur var mjög vinsæll á áttunda áratugnum og var þá gjarnan borinn fram sem eftirréttur en hann er líka tilvalinn sem forréttur eða smáréttur og á sérlega vel við á notalegum vetrarkvöldum. Hér kennum við ykkur hvernig á að gera hann en það er auðveldara en margan grunar.

Djúpsteiktur camembert – skref fyrir skref

2 camembert-ostar

100 g hveiti

100 g brauðrasp

3 egg

½ -1 lítri grænmetisolía

Skerið hvorn camembert-ost í 6 bita. Setjið hveiti í plastpoka og ostinn í og hristið pokann svo osturinn hjúpist vel með hveiti. Sláið eggin saman í skál. Setjið brauðrasp í aðra skál. Dýfið ostinum í egg svo allar hliðar verði þaktar og veltið síðan upp úr raspi. Gerið þetta aftur, fyrst í egg og svo í rasp. Mikilvægt er að osturinn sé vel þakinn og engin göt á hjúpnum svo osturinn leki ekki út í olíuna þegar hann er djúpsteiktur. Hitið olíuna. Gott er að nota lítinn stálpott og olían þarf að vera 5-6 cm djúp. Óþarfi er að nota meiri olíu. Steikið ostinn og veltið honum varlega svo hann steikist á báðum hliðum, tíminn fer svolítið eftir því hvað olían er heit en hann á að verða gullinbrúnn. Berið fram með góðri rifsberjasultu.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir
Mynd / Ernir Eyjólfsson
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is